Eftirlýsti vinningsmiðinn sem var seldur í Hagkaup á Akureyri á milli jóla og nýárs er kominn í leitirnar. Það voru hjón frá Akureyri sem komu til Getspár í gær og í fórum þeirra var vinningsmiðinn góði sem inniheldur vinning upp á rúmlega 64 milljónir króna.
↧