Þótt Laddi sé fyrst og fremst þekktur sem skemmtikraftur og óumdeilanlega mesti karaktergrínisti landsins, er honum margt annað til lista lagt. Hann hefur markað spor í tónlistarsögu þjóðarinnar með ódauðlegum dægurlögum á borð við Sandalar, Búkolla og Austurstræti. Nú síðast er hann farinn að grufla af alvöru í myndlistinni – en á því sviði er honum fúlasta alvara. Laddi settist niður með Kristjáni Guðjónssyni og ræddi við hann um hvernig það er að eldast, um golfástríðuna, um íslenskt grín fyrr og nú og drauminn um að gerast myndlistarmaður á Spáni.
↧