Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna rannsóknarinnar á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttir heita Möller Olsen og Nikolaj Olsen. Þeir hafa réttarstöðu grunaðra í málinu, samkvæmt traustum heimildum DV. Um er að ræða tvo skipverja af togaranum Polar Nanoq, sem lögregla hefur haft í sinni umsjá undanfarna daga. DV hefur ekki upplýsingar um að þeir séu tengdir fjölskylduböndum.
↧