Hafnarnefnd Raufarhafnar samþykkti síðastlinn miðvikudag, þann 18. janúar, tillögu Silju Jóhannesdóttur um að kanna möguleika á móttöku skemmtiferðaskipa. Silja er verkefnastjóri byggðeflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“ sem er eitt af átaksverkefnum Byggðastofnunar í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og brothætt sveitarfélög.
↧