„Já, vissulega hefur verið talað um það og vel fylgst með hér eins og annars staðar,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um hvort fangar á Kvíabryggju hafi rætt um og séu slegnir yfir hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Segir Guðmundur að málið hafi fengið mjög á fanga líkt og aðra í samfélaginu öllu. Tveir Grænlendingar eru grunaðir um að tengjast hvarfinu en mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna rannsóknarinnar á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttir heita Thomas Frederik Møller Olsen og Nikolaj Olsen.
↧