„Börn eru ekki þroskaleikföng sem þú getur hent frá þér þegar þú ert búinn að prófa þau“ Þetta segir Sara Mansour, í umdeildu myndskeiði sem hún birti í gær. Þar fullyrðir Sara að hvítt fólk sem fer í hjálparstarf til þróunarríkja geri heimamönnum meira ógagn heldur en gagn með nærveru sinni. Þá segir Sara að börn sem búa í fátækum löndum eigi ekki að vera til staðar fyrir hvítt fólk sem umgengst það með því markmiði að þroskast og eða læra eitthvað nýtt um heiminn.
↧