Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Mállausi sjúklingurinn

$
0
0

Sem læknir þá verður maður alla jafna að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt, og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja.

Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig æ meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663