“Mig langaði náttúrulega að segja henni að gera plan. Umfram allt ætti fólk að vera bjartsýnt. Eða nei, mig langar ekki einu sinni að vera kaldhæðin þegar þessi mál eru annars vegar “ Þetta segir Karen Kjartansdóttir, starfsmaður Aton og fyrrum samskiptastjóri Samtaka fryirtækja í sjávarútvegi.
Á páskadag bankaði örvæntingafull kona, í húsnæðisleit, upp á hjá henni. Konan rétti eiginmanni Karenar, sem kom til dyra, miða, eftir að hún spurði hvort hann vissi um húsnæði fyrir hana og fjölskyldu hennar. Hann kvaðst því miður ekki geta hjálpað.
“Konan hélt áfram leið sinni enda væntanlega að nota frídaginn í húsnæðisleit,” segir Karen sem vakti fyrst athygli á málinu á Facebook. Með innlegginu vildi Karen athuga hvort einhver gæti aðstoðað konuna og fjölskyldu hennar.
Miðinn sem konan skildi eftir Fjölskyldan er í örvæntingarfullri húsnæðisleit
Mynd: Skjáskot af Facebook
Í miðanum sem konan skildi eftir hjá eiginmanni Karenar, þegar hún hélt á brott, segir:
“Lítil fjölskylda með skólabarn leitar að leiguhúsnæði. Frá júní eða fyrr. Við erum hljóðlát, reglusöm, borgum leiguna á réttum tíma og erum með góð meðmæli. Vinsamlegast hringið eða sendið skilaboð í símaúmerið xxxxxxx ef þið vitið um lausa íbúð eða viljið sjálf leigja okkur íbúð. Við munum kunna vel að meta það.