Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Barnfóstra Madeleine McCann tjáir sig í fyrsta sinn um nóttina örlagaríku

$
0
0

Barnfóstran, sem passaði Madeleine McCann, ræddi nýverið í fyrsta skipti opinberleg um hvarf Madeleine. Hún segir að foreldrar hennar hafi verið harmi slegin þegar gerðu sér grein fyrir því að dóttir þeirra væri horfin. Fyrrum barnfóstran, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir minninguna þegar hún sá Gerry, föður Madeleine, í örvæntingafullri leit af dóttur sinni, greypta í minni hennar. Á meðan sat Kate, móðir Madeleine í fangi barnfóstrunnar grét og sagði „Þeir tóku hana.“
Í maí verða 10 ár frá því að Madeleine, sem var á fjórða ári, hvarf á dularfullan hátt úr hótelíbúð í Algarve í Portúgal.
Barnapían segir einnig að Praia da Luz, sumarleyfisdvalarstaðurinn þar sem McCann fjölskyldan dvaldi, hafi verið talinn varasamaur fyrir barnapíur á þessum tíma og að starfsfólkið hafi verið látið fá neyðarhnappa og varað við að vera eitt á ferð utandyra. Að hennar sögn var ráðist á stúlku á þessu svæði ári áður en Madeleine hvarf.
Barnapían var ekki fastur starfsmaður hjá McCann-hjónunum en gætti barna þeirra oft á meðan þau dvöldu í Portúgal. Í samtali við Daily Mirror gagnrýndi hún portúgölsku lögregluna og sagði að það hefðu liðið 90 mínútur frá því að tilkynnt var um hvarf Madeleine þar til lögreglan kom á vettvang. Hún sagði einnig að lögreglan hafi klúðrað mikilvægum tækifærum til að afla sönnunargagna í málinu.
„Þetta er örugglega mjög barnaleg hugsun en það besta sem gæti hafa gerst í þessu hræðilega máli væri að henni hafi verið rænt fyrir ríkan aðila sem gat ekki eignast börn.“
Hún sagðist vera furðu lostin yfir að grunur hafi fallið á McCann-hjónin.
Hún sagðist hafa verið yfirheyrð af bresku lögreglunni og hafi þá uppgötvað að portúgalska lögreglan hafði ekki sent breskum starfsbræðrum sínum fullt afrit af fimm síðna framburði hennar sem hún gaf í upphafi rannsóknarinnar. Mikilvægar upplýsingar hafi vantað í þau gögn sem breska lögreglan fékk.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663