Aaron Hernandez, fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni, fannst látinn í fangaklefa sínum í morgun, að því er fram kemur í frétt AP.
Aaron, sem var 27 ára, var handtekinn árið 2013 fyrir morðið á Odin Lloyd í Massachusetts þann 17. júní það ár. Árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að hafa skotið hann til bana og dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.
Aaron var einnig ákærður fyrir tvö morð til viðbótar sem framin voru árið 2012, en var sýknaður þeirri ákæru í síðustu viku en var þó áfram á bak við lás og slá vegna morðsins á Lloyd.
Að því er AP-fréttastofan greinir frá hengdi Aaron sig í fangaklefa sínum og var hann úrskurðaður látinn á fjórða tímanum í nótt að staðartíma.
↧
Aaron Hernandez fannst látinn í fangaklefa sínum
↧