Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Flugfélag Íslands selur allar Fokker 50 vélar félagsins

$
0
0

Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samninga við kanadíska fyrirtækið Avmax um sölu á fjórum Fokker 50 vélum félagsins, varahreyfli og varahlutum tengdum Fokker vélunum.
Með þessum samningum lýkur sögu Fokker 50 véla í eigu Flugfélags Íslands en þær hafa verið hjá félaginu frá 1992 og fyrirrennarar þeirra, Fokker 27 frá því árið 1965. Í tengslum við þessa sölu kaupir Flugfélag Íslands eina Bombardier Q200, 37 sæta vél af Avmax en fyrir er félagið með tvær slíkar vélar í rekstri.
Gert er ráð fyrir að Q200 vélin komi í rekstur félagsins um næstu áramót en afhending Fokker 50 vélanna mun fara fram á næstu vikum.
Í kjölfar breytinga á flugflota félagsins á síðasta ári þegar 3 Bombardier Q400 72-76 sæta vélar voru teknar í notkun urðu miklar breytingar á rekstri félagsins. Nýjum áfangastöðum hefur verið bætt við leiðarkerfi félagsins, flug til Aberdeen í Skotlandi frá Keflavík hófst í mars 2016, flug til Kangerlussuaq á Grænlandi hófst í júní síðastliðnum og í febrúar á þessu ári hófst heilsársflug milli Keflavíkur og Akureyrar.
Í júní næstkomandi mun síðan hefjast flug frá Keflavík til Belfast á Norður-Írlandi.
„Með þessum samningum er lokið þeirri endurnýjun sem lagt var upp með í flugflota félagsins og er það mjög mikilvægur áfangi í því að efla félagið til frekari vaxtar. Með því að bæta einni Bombardier Q200 vél í rekstur félagsins mun sveigjanleiki félagsins aukast og ný tækifæri skapast til að efla leiðarkerfið enn frekar“ segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663