Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Milner um verðlaunin sem Salah vann: Alls ekki besta markið

$
0
0

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fékk Puskas verðlaunin í kvöld á verðlaunaafhendingu FIFA.

Puskas verðlaunin eru afhent þeim leikmanni sem skorar besta mark ársins og fær Salah nú þann heiður.

Margir vilja þó meina að mark Salah hafi ekki verið það besta og er hjólhestaspyrna Cristiano Ronaldo gegn Juventus nefnd til sögunnar eða hjólhestaspyrnumark Gareth Bale gegn Liverpool.

James Milner, leikmaður Liverpool, setti fram skondna Twitter-færslu eftir að Salah hafði tekið við verðlaununum.

,,Til hamingju Mo Salah með að sjöunda besta markið þitt hafi verið valið mark ársins,“ skrifaði Milner á Twitter.

Salah skoraði nóg af mörkum á sínu fyrsta tímabili með Liverpool en hann kom boltanum í netið 44 sinnum.

Milner virðist ekki vera sammála því að þetta hafi verið besta mark hans á síðustu leiktíð.

The post Milner um verðlaunin sem Salah vann: Alls ekki besta markið appeared first on DV.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663