
„Þetta er einhver fáránleg spurning sem er borin upp í einhverju blaði á sínum tíma. Mér fannst spurningin fáránleg og rasísk, því afhverju ætti maður að bregðast einhvernveginn öðruvísi við ef það koma svartir eða hvítir, konur eða karlar, “ segir Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi um blaðaúrklippu frá 1977 sem hefur gengið manna á milli á netinu í dag.