
„Við getum ekki samþykkt það að Orkuveitunni verði gefin heimild til að halda áfram að menga andrúmsloftið,“ segir Hallgrímur Þ. Magnússon, sem starfar sem heilsugæslulæknir í Hveragerði, en Orkuveita Reykjavíkur hefur sóst eftir undanþágu frá hertum reglum um losun brennisteinvetnismengunar frá Hellisheiðarvirkjun til 2020 en reglurnar eiga að taka gildi um mitt ár 2014.