
„Það er ekki hæft að forseti vísi frá máli sem hann hefur áður úrskurðað þingtækt,” sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar rétt í þessu. Áður hafði hún verið krafin svars um atkvæði sitt um frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks um afturköllun á landsdómsákæru. Hún sagðist aldrei áður hafa gert grein fyrir atkvæði sínu eftir að hún tók sæti sem forseti Alþingis. Það gerði hún til að verja hlutleysi forseta, sem forseta alls Alþingis.