„Matvælastofnun barst í vikunni tilkynning um að brúni hundamítillinn hafi greinst á hundi sem komið var með á Dýraspítalann í Víðidal. Mítillinn var greindur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þessi mítlategund hefur aðeins greinst í örfá skipti hér á landi,“ segir í tilkynningu frá matvælastofnun sem er með mikilvæg skilaboð til hundaeigenda.
↧