Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, gerði það að einu síðasta embættisverki sínu að náða Chelsea Manning. Hún var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks.
↧