„Vörumst allt sem gæti sært þá sem síst skyldi eða alið á tortryggni og fordómum. Stöndum áfram saman, Íslendingar, sýnum styrk, von og samkennd.“ Þetta skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í orðsendingu á Facebook. Tilefnið er leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf fyrir viku.
↧