Fjórir rithöfundar undir þrítugu fá úthlutað listamannalaunum í ár og hafa þeir ekki verið jafn margir í meira en áratug, eða frá árinu 2005. Þetta eru þau Valgerður Þóroddsdóttir (f. 1989), Alexander Dan Vilhjálmsson (f. 1988), Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) og Tyrfingur Tyrfingsson (f. 1987). Tyrfingur er eini úr þessum hópi sem hefur áður hlotið launin.
↧