Vinsælasti framhalddskólinn hjá þeim nemendum sem ljúka grunnskóla í vor er Verzlunarskóli Íslands. Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla fyrir haustönn 2017 lauk 10. apríl síðastliðinn. Alls bárust umsóknir frá 88 % nemenda.
Í umsóknarferlinu sækja nemendur um tvo skóla og velja sér jafnframt tvær námsbrautir innan hvors skóla fyrir sig.
Flestar umsóknir bárust til Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Þetta kemur fram á vefsvæði Menntamálastofnunnar.
482 settu Verzlunarskólann í fyrsta val og 162 í annað val en 280 nýnemapláss eru laus þar í haust. Hér að neðan má sjá töflu yfir fjölda umsókna í þá skóla sem flestir sóttu um að komast í.
Skjáskot af vef Menntamálastofnunnar Þessir skólar fengu flestar umsóknir í forinnritun í vor