Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Sérsveitin fær fjóra nýja bíla: Vopnaskápur og skotheldar hurðir meðal búnaðar

$
0
0

Nýverið fékk sérsveit ríkislögreglustjóra fjóra nýja sérsveitarbíla. Þeir eru kraftmeiri og tæknilegri en þeir bílar sem sveitin hefur haft til umráða til þessa. Bílarnir, sem eru með skotheldum hurðum, eru um 400 hestöfl. Á milli framsætanna er vopnaskápur sem inniheldur MP5 hríðskotabyssur og Glock-skammbyssur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Bílarnir eru af gerðinni Ford Police Interceptor og eru, til að mynda, vinsælir innan bandaríska lögreglunnar. Bílarnir koma nánast fullbúnir til landsins en vonir standa til að tveir verði teknir í notkun í þessasri viku. Samhliða lögreglustörfum mun sérsveit ríkislögreglustjóra annast lífvörslu á nýju bílunum.
Þá stendur til að sveitin skipti út einkennisfatnaði sínum. Á næstu dögum munu sérsveitarmenn klæðast gráum búningum í stað þeirra dökkbláu sem hafa fylgt sveitinni frá upphafi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663