Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Sykurlausir gosdrykkir auka hættuna á elliglöpum og heilablóðfalli

$
0
0

Fólk sem drekkur sykurlausa gosdrykki á hverjum degi eru í þrisvar sinnum meiri hættu að fá heilablóðfall og elliglöp en þeir sem drekka gos með sætuefnum sjaldnar en einu sinni í viku. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Boston University School of Medicine.'
Styðja við aðrar rannsóknir
Fjölmargir erlendir miðlar fjölluðu um málið í gær og hefur fólki verið bent á að taka niðurstöðurnar alvarlega.
Ekki þykir sannað að sykurlausir gosdrykkir skemmi heilann en að sama skapi styðja niðurstöðurnar við aðrar rannsóknir sem segja að þeir sem drekka mikið af sykurlausu gosi séu verri til heilsunnar en aðrir. Sambærileg fylgni fannst ekki hjá fólki sem drekkur daglega sykraða gosdrykki.
4000 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni sem prófessorinn Matthew Pase stýrði. Fólk var ekki spurt sérstaklega út í sætuefnin í drykknum heldur aðeins neysluvenjur.
Töluvert meiri hætta
„Við komumst að þeirri niðurstöðu að fólk sem drekkur sykurlausa gosdrykki á hverjum degi er í þrisvar sinnum meiri hættu að fá heilablóðfall og eða elliglöp, á næstu 10 árum, heldur en fólk sem drekkur sykurlausa gosdrykki sjaldan eða aldrei.“ Sagði Pase í samtali við NBC og bætti við að heilinn ætti erfitt með að vinna úr sætuefnum sem væru í sykurlausum gosdrykkjum.
Þá segir Pase: „Eftir því sem við best vitum þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir orsakasamband á milli daglegrar inntöku á gosdrykkjum með sætuefnum og aukinnar hættu á heilabilun og Alzheimers sjúkdóminum.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663