Quantcast
Channel: DV
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663

Segir að Napoli muni breyta nafni heimavallarins til heiðurs Maradona

$
0
0

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano, sem er þekktur innan knattspyrnuheimsins, segir að ítalska knattspyrnufélagið Napoli ætli að breyta nafninu á heimavelli  sínum, til heiðurs Diego Armando Maradona sem lést í dag.

Leikvangurinn muni eftir breytinguna heita Diego Armando Maradona / San Paolo. Maradonaer fyrrum leikmaður félagsins og er í guðatölu þar.

Ákveðið ferli hafi nú þegar farið af stað varðandi nafnabreytinguna og áformin hafa hlotið samþykki borgarstjóra Napoli.

Maradona lék með Napoli á árunum 1984-1991 og vann meðal annars ítölsku deildina tvisvar sinnum og Euro Cup árið 1989.

 

Maradona er mikils metinn í Napoli eftir farsælan feril þar. Hér er hann að fagna eftir sigur í Euro Cup árið 1989 / GettyImages

Viewing all articles
Browse latest Browse all 50663