Arna ýr Jónsdóttir, sem vann titilinn Ungfrú Ísland árið 2015, fékk skilaboð frá svissneskum bankamanni, sem kallar sig Frankie J, sem óskaði eftir nærveru hennar í siglingu um Karíbahafið. Arna birti bréfið á Snapchat og í kjölfarið var greint frá þessu hjá Nútímanum. Fram kemur að hann og kollegar hans ætli að halda mikla veislu um borð í snekkju og muni borga henni vel hafi hún áhuga.
Grunar að um „kókaín-nauðgunarpartí“ sé að ræða
Arna segir þetta ekki í fyrsta skipti sem henni hafi borist boð af þessu tagi en henni voru til dæmis boðnar nokkrar milljónir króna fyrir að fylgja mönnum til Dubai. Hún segist þó aldrei svara þessum boðum og varar aðrar stelpur við því að gera það. Þetta gæti virkað freistandi til að byrja með en sennilega sé um að ræða „kókaín-nauðgunarpartý“.
Í samtali við DV segir Arna:
„Ég þekki engan persónulega sem hefur farið í svona ferð en ég er eiginlega alveg viss um að fullt af stelpum hafa farið og dottið í eitthvað svall.“ Hún segist þó ekki hafa heyrt frá neinni stelpu eftir að hún birti bréfið á Snapchat. Hún segist vona að stelpur hér á Íslandi hafi vit á því að vera ekkert að svara þessu.
Bréfið
„Hæ Arna
Ég vona að þú hafir það gott. Ég fékk upplýsingar um þig frá vini sem er fylgjandi þinn á Instagram.
Ég vildi ná til þín af því að ég og fjórir aðrir bankamenn frá Zurich erum að fara til Karíbahafsins í eina viku um miðjan ágúst og við ætlum að leigja risastóra snekkju.
Við ætlum að halda risa veislu í tvo daga á snekkjunni og fleiri veislur í stórum villum hjá vinum okkar dagana þar á eftir. Þetta verður mikið stuð!
Við vildum athuga hvort þú hefðir áhuga á því að koma með okkur í veislurnar á snekkjunni.
Við getum borgað fyrir þig flugfarið (eða sent einkaþotu ef hún er nálægt þér), allt verður borgað fyrir þig í ferðinni og þú færð 6000 dollara (um 600.000 kr) fyrir ómakið.
Láttu mig vita ef þú hefur áhuga og ég get sent þér frekari upplýsingar. Ef þú hefur áhuga þá máttu endilega senda tvær nýlegar ljósmyndir af þér.
Þetta verður frábært og ég hlakka mikið til að fara til Karíbahafsins.“
Arna Ýr fékk boð í siglingu bankamanna: „Viss um að fullt af stelpum hafa farið og dottið í eitthvað svall“
„Óttumst að verið sé að lauma trójuhesti inn í borgina"
„Við erum tortryggin út í hið svokallaða aðalgötufyrirkomulag, þar sem rekstraraðilar fá meira frelsi til athafna en annars staðar. Við óttumst að með því sé verið að lauma trójuhesti inn í miðborgina og að slík starfsemi skríði inn í hverfin sem aldrei fyrr,“ segir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðbæjarins. Benóný hefur, ásamt fjölmörgum íbúum miðbæjarins, mótmælt harðlega nýju íbúðarhóteli á Njálsgötureit sem er laumað, að þeirra mati, bakdyrameginn inn í deiliskipulagið.
„Fólk þarf að geta treyst því að ákvarðanir stjórnvalds standi“
Þann 23. mars síðastliðinn lagði umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fram breytingu á skilmálum Njálsgötureits nr. 1.190.3. Breytingin fólst í því að heimilað var að hafa gististarfsemi í húsinu enda er gengið inn í það af Barónsstíg. Það er mikilvægt í ljósi þess að helstu rökin eru þau að Barónsstígur er skilgreind aðalgata sem þýðir að meira rými er fyrir rekstur af slíku tagi á götunni. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til 22. maí 2016 og bárust yfir tuttugu skrifleg mótmæli frá einstaklingum, foreldrafélagi leikskóla og íbúasamtökunum sem Benóný er í forsvari fyrir. Í mótmælum íbúa kemur fram að byggingin hafi upphaflega verið kynnt sem fjölbýlishús og þeir séu afar ósáttir við meintan blekkingarleik borgaryfirvalda.
„Fólk þarf að geta treyst því að ákvarðanir stjórnvalds standi, sérstaklega ef það varðar búsetu þess en íbúðakaup eru stærsta fjárfestingin í lífi flestra,“ skrifaði Benóný til borgaryfirvalda til að mótmæla framkvæmdunum. Fór hann yfir sögu byggingaframkvæmda á reitnum sem að hans mati er umhugsunarverð.
„Þar stóð áður friðað hús, byggt 1905. Sóst var eftir því að fá að rífa það eða flytja burt og mótmæltu Íbúasamtökin þeim fyrirætlunum árið 2013. Ekkert gerðist um tveggja ára skeið nema það að húsið varð að dópgreni eða afdrepi fyrir útigangsfólk en árið 2015 var gefið leyfi til að byggja fjölbýlishús, fjórar hæðir og kjallara með átta íbúðum og er það sú bygging sem nú er risin. Friðaða húsið var fjarlægt,“ ritar Benóný.
Að hans sögn var síðan sótt um leyfi árið 2016 til að breyta húsinu í gististað í flokki II, með tíu gistieiningum en því var synjað. „Nú rís þessi krafa enn á ný og ekki er gott að sjá hvers vegna ljáð er máls á henni núna en samkvæmt myndum á Facebook er vinna í fullum gangi við að innrétta íbúðahótel í byggingunni. Nágrannar og aðrir íbúar í miðborginni gera þá kröfu til skipulagsyfirvalda í Reykjavík að þau framfylgi stefnu borgarinnar um að ekki rísi fleiri hótel í miðborginni, að umsókn um gististarfsemi í húsinu verði aftur synjað og að yfirlýstur tilgangur þessarar byggingar um að hún verði fjölbýlishús standi,“ skrifaði Benóný.
Gagnrýnir aðalgötufyrirkomulagið
Í samtali við DV segir Benóný að einu gjaldgengu rökin frá borginni séu þau að skýla sér á bak við áðurnefnt aðalgötufyrirkomulag. Að hans mati er það misráðið. „Þetta aðalgötufyrirkomulag kom inn með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Þegar unnið var að því held ég að menn hafi séð fyrir sér eitt og eitt krúttlegt kaffihús en á engan hátt þá sprengingu sem nú hefur átt sér stað. Þetta fyrirkomulag þarf því að endurskoða,“ segir Benóný. Á meðan það er í vinnslu fara hinsvegar leyfi fyrir hótelrekstri í gegnum kerfið.
„Að okkar mati hafa borgaryfirvöld alls ekki staðið sig nægilega vel að í að tala máli okkar íbúanna. Það dylst engum að þetta ástand er ekki viðunandi, Íbúasamtökin munu beita sér í því að knýja fram breytingar,“ segir Benóný.
Bardagi um bílastæði
Þá segir hann einkennilegt hvernig aðalgötur séu skilgreindar. „Við skiljum ekki hvernig inngötur borgarinnar, eins og Bergstaðarstræti og Freyjugata, geta verið skilgreindar sem aðalgötur. Þá er spurning með þau leyfi sem hafa verið veitt til gististaða utan aðalgatna, verður þeim leyfum framlengt?“ spyr Benóný. Hann hefur búið í miðbænum, nánar tiltekið á Skólavörðustíg, frá árinu 1984.
„Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á þessum tíma. Áður fyrr var aðeins eitt veitingahús á götunni, Mokka, en núna get ég nánast teygt mig í fimm til tíu slík. Þá eru íbúar orðnir langþreyttir á skruðningi í ferðatöskum allar nætur sem og baráttunni um bílastæðin. Ef maður færir bílinn eftir kl.19 á kvöldin fær maður ekkert stæði aftur þann daginn. Það eru um 10 þúsund bílaleigubílar í samkeppni um þau fyrir utan bíla miðborgarbúa,“ segir Benóný. Hann segist þó alls ekki vera á móti túristum. „Það eru margar góða breytingar sem hafa átt sér stað í þessari ferðamannasprengju. Það er ánægjulegt að sjá bæinn iðandi af lífi,“ segir Benóný.
Það eru stjórnmálamennirnir sem hafa valdið vonbrigðum. „Að okkar mati hafa borgaryfirvöld alls ekki staðið sig nægilega vel í að tala máli okkar íbúanna og það kemur berlega í ljós með leyfisveitingunni fyrir íbúðahótelinu á Barónsstíg sem gengur þvert á fyrri yfirlýsingar ráðamanna í Reykjavíkurborg um að ekki yrðu gefin út fleiri leyfi fyrir hótelum í miðborginni. Það dylst engum að þetta ástand er ekki viðunandi, Íbúasamtökin munu beita sér í því að knýja fram breytingar,“ segir Benóný.
Leon Ingi er 17 ára sjómaður: „Reynslubankinn er fúlgunni ríkari“
Leon Ingi Stefánsson, 17 ára námsmaður, sem búsettur er í Grindavík, brá sér í tvo róðra með línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni frá Grindavík nú í júlí. Róið var frá Siglufirði eins og oftast á sumrin. Leon Ingi skráði dagbók í þessum tveimur túrum og gerði hann það vel og ítarlega.
„Reynslubankinn er fúlgunni ríkari,“ segir Leon og tekur ofan hattinn fyrir íslenskum sjómönnum. Leon Ingi er ekki alveg ókunnur sjómennskunni, því bæði faðir hans og afar auk fleiri ættingja stunda og hafa stundað sjómennskuna sem ævistarf.
Hjörtur Gíslason, blaðamaður og ritstjóri Kvótinn.is, er afi Leons Inga og bað hann um að skrifa dagbókina.
Hér á eftir fer lýsing á fyrsta tveimur dögunum:
Dagur 1
Þetta er aðeins annar túrinn minn á sjó en fyrsti hér um borð og vissi því ekki alveg við hverju átti að búast af mannskapnum. En mér líkar mórallinn vel og allir hressir. Við leystum landfestar klukkan 16:00 og sigldum frá Siglufirði að miðunum í 3-4 tíma. Fyrsta vaktin var stutt, eða 2 tímar og var ég þokkalega sáttur með það til að byrja með. Fyrstu kynni af áhöfninni voru góð, þetta eru skemmtilegir strákar frá aldrinum 16 til 60 ára og hver öðrum ruglaðri (en á góðan hátt).
Dagur 2
Fyrsta alvöru vaktin í dag var langt í slæm þótt við höfðum ekkert rakað fisk í dallinn. Ég var á vakt í 12 tíma en fæ tvær klukkutíma matarpásur. Vinnan er ekki sérlega erfið sem slík en eftir langan vinnudag verða vöðvarnir stífir og finnst mér þá gott að teygja á og svona. Ég lærði ýmislegt í dag. Þar á meðal „lærði“ ég á eina ógnvænlegustu vél okkar tíma; uppstokkarann, sem ég hef lengi verið smeykur við. Einnig lærði ég það að það er ekki öllum sjálf gefið að kunna á þvottavélar… Fyrstu kynni mín voru ekki einkunn upp á 10 allavega.
Það er mikið hlegið um borð og hugsa ég að ég gæti ekki hafa verið heppnari með skip né áhöfn, kokkinn þá sérstaklega sem tekst að gera jólamat úr samloku. Ég deili með honum herbergi og hefur hann verið mér einstaklega góður. Hugsa að ef stjórnmálamenn hefðu hjarta í sama formi stæði 60% af heiminum í betri málum. Sjóveikin hefur ekki ennþá bankað á dyrnar og er ég öllum heilögum öndum þakklátur miðað við síðustu kynni svo lítið sé sagt. En hún er á topp 3 lista yfir verstu upplifanir 17 árs ævi minnar.
Dagbókarfærsluna má lesa í heild inn á heimasíðu Kvótans.
Hér má sjá myndband úr túrnum þegar Gabríel Ísar Einarsson spilar á saxafón fyrir skipverja.
Logi losar sig við vespu
Logi Geirsson, einkaþjálfari og fyrrum landsliðsmaður í handbolta, auglýsir nú vespuna sína til sölu í hópnum Bifhjól til sölu.
Um er að ræða 2002 módel af Aprilia Piaggio Mojito custom 50 cc, sem Logi flutti heim árið 2010.
Nú er um að gera fyrir áhugasama að fjárfesta í vespunni og bruna um göturnar í íslenska sumrinu eða réttara sagt íslenska „haustið kom snemma“ veðrinu.
Byrjunarlið Íslands gegn Sviss
link;http://433.pressan.is/deildir/island/byrjunarlid-islands-gegn-sviss-katrin-asbjorns-inn-fyrir-oglu-mariu
„Líkamleg og andleg heilsa byggist á því að hreyfa sig“
Hrönn Ólína Jörundsdóttir er nýbakaður Íslandsmeistari í maraþonfjallahjólreiðum. Hún er aktívur orkubolti og hefur alltaf hreyft sig, en féll algjörlega fyrir hjólreiðunum þegar hún kynntist þeim árið 2013. Hún hvetur fólk til að kynna sér hjólreiðarnar sem sport og segir þá reyndari alltaf til í að miðla til þeirra óreyndari.
„Þessi keppni er búin að vera í fjögur eða fimm ár,“ segir Hrönn, en Hjólreiðasamband Íslands er að vaxa og þetta er í fyrsta eða annað sinn sem þeir eru að keyra Íslandsmótið með þessu sniði.“
Hrönn tók þátt í mótinu síðastliðna helgi í fyrsta sinn og gerði sér lítið fyrir og vann, en um 140 manns kepptu allt í allt. Hún er búin að hjóla síðan árið 2013 og keypti fjallahjól og reiðhjól árið 2015. „Ég var fyrst að leika við þetta, en tók hjólreiðarnar af meiri alvöru síðasta sumar og næsta „level“ var svo núna í sumar.“
Þetta er fyrsta mótið sem hún vinnur í A-flokki og auk titilsins og gleðinnar yfir að vinna, fór hún heim með peningaverðlaun, lopapeysu, bol frá Krafti, harðfisk og gjafabréf á Hótel Ísafirði.
„Ég hef áður unnið til fyrstu verðlauna í B flokki og ég lenti í öðru sæti á Rig Uphill Duel keppninni í vetur, þar sem sprett var í að hjóla upp Skólavörðustíginn, um 70 metra. Í A flokki er maður að keppa við þá sem eru að keppa af alvöru.“
Aðspurð hvort að hún sé mikil keppnismanneskja í eðli sínu, hlær Hrönn, „það er magnað hvað leynist mikið keppnisskap í manni, miklu meira en maður bjóst við. Þegar ég tek þátt í svona keppnum þá kemur eitthvað villidýr í mann.“
Með tæknina á hreinu „Fjallahjólreiðarnar eru svo mikill leikur, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Hrönn. „Maður þjálfar upp ákveðna tækni á þeim.“
Mynd: Brynja
Kynntist kærastanum í gegnum sportið
Hrönn keppti líka í WOW í sumar og endaði hennar lið í öðru sæti. Kærastinn, Brynjar Guðmundsson, keppti líka og var hans lið á betri tíma, en náði ekki sæti. „Þetta er pínu „debate“ á heimilinu hvort sé betra, tíminn eða sætið,“ segir Hrönn og hlær.
Hrönn og Brynjar kynntust á æfingu hjá hjólreiðafélaginu Tindi. „Það er gott að makinn hefur skilning fyrir sportinu, þetta tekur tíma og kostar peninga líka og við peppum vitleysuna upp í hvort öðru.“
„Á veturna taka skíðin við og það er keppnishugur þar líka,“ segir Hrönn sem byrjaði samt ekki að skíða af alvöru fyrr en hún varð fullorðin. „Við erum mjög aktív og það er auðvelt að plata okkur bæði í hvað sem er.“
Tindur en ekki Tinder „Ég veit ekki hvað Tinder er,“ segir Hrönn og hlær, „það eru frekar Tindsæfingarnar sem að gilda, en hún og kærastinn Brynjar Guðmundsson, kynntust einmitt þar. „Það er gott að makinn hefur skilning fyrir sportinu, þetta tekur tíma og kostar peninga líka og við peppum vitleysuna upp í hvort öðru.“
Hjólreiðar hluti af heimilislífinu og vinnunni
Hrönn á þrjú börn sem eru 6, 10 og 12 ára og hafa þau öll hjólað og tekið þátt í keppnum og haft gaman af. „Sú yngsta hefur þrjú, fjögur ár í röð tekið þátt í sparkhjólamótum hjá Tindi og tvær yngri tóku þátt í Heiðmerkurkrakkaþrautinni sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur var með. Þau hafa öll gaman af og finnst gaman að taka þátt.“
Allir heimilismenn eiga sitt hjól og jafnvel fleiri en eitt. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað eru mörg hjól á heimilinu,“ segir Hrönn hlægjandi og telur þau upphátt. Á heimilinu eru sjö fullorðinshjól sem við Brynjar eigum. Síðan eiga börnin á heimilinu líka sín hjól.“
Hrönn er doktor í umhverfisefnafræði og vinnur sem sviðsstjóri hjá Matís. Margir vinnufélaga hennar deila áhuganum á sportinu. „Við erum nokkur sem hjólum í vinnunni og kaffispjallið snýst mikið um hjólin og við reynum að peppa þá sem ekki hjóla til að koma með og prófa.“
Enginn byrjandi lengur „Allir sem lengra eru komnir vita að maður var einu sinni byrjandi og ég held að allir, sama hvaða sport það er um ræða, fólk er tilbúið að veita byrjendum aðstoð.“
Mynd: Brynja
Hreyfing hefur alltaf verið hluti af lífsstílnum
Hrönn æfði handbolta í mörg ár með Aftureldingu og tvö vetur með Víkingi, en hætti þegar hún var 18 ára. „Við lentum í einhverjum sætum minnir mig, svo var ég í hestamennskunni líka, þannig að ég hef grunn í íþróttum. Það er góður grunnur úr hestamennskunni að hafa dottið nokkuð oft af baki. Ég hef ekkert keppt í íþróttum síðan, en bara verið að hreyfa mig og stunda líkamsrækt og hlaupa.“
Hrönn ákvað síðan að prófa hjólreiðarnar. „Þá sá ég ljósið í raun og veru og fann algjörlega eitthvað sem ég féll fyrir. Það sem er svo heillandi við hjólreiðarnar er í fyrsta lagi útiveran og frelsistilfinningin sem maður fær þegar maður er að rúlla niður skemmtilega brekku á fjallahjólinu eða hjóla í góðum hópi á góðum hraða á racernum. Þetta er bara eins og jóga fyrir mig, eins konar hugleiðsla.“
Hrönn segir hjólreiðarnar eitt af því besta sem hún geri, henti henni vel og séu mjög skemmtilegar. „Þetta byrjaði sakleysislega, en hefur undið upp á sig. Hjólunum hefur fjölgað og tímanum sem maður ver í þetta.“
Við Úlfarsfell Úlfarsfell er kjörinn staður til að þjálfa sig á hjólinu.
Mynd: Brynja
Hjólreiðar eru meira en að hjóla
„Ég byrjaði bara að hjóla ein og fór svo að mæta á æfingar hjá Hjólreiðafélaginu Tindi og fór á eitt götuhjólanámskeið fyrir 4 árum síðan. Síðan hef ég bara haldið áfram hjá Tindi og var í stjórn síðasta vetur sem keppnisstjóri,“ segir Hrönn.
„Það getur hver sem er byrjað að hjóla, en svo kemst maður að því eftir því sem maður fer að æfa meira að þetta er meira en að bara hjóla,“ segir Hrönn, sem finnst bæði götu- og fjallahjólin virkilega skemmtileg, en segist líklega nota götuhjólið meira. „Götuhjólið byggir meira upp á þol, kraft og einbeitingu, það er önnur tækni, meiri stragetía þegar maður keppir á þeim.Þegar maður er á götuhjóli þá gengur þetta mikið út á það að vera í hópi og þegar maður hjólar með öðrum, þá er þetta alltaf þannig að sá fremsti brýtur vindinn og maður getur nýtt sér það og sparað orkuna. Þetta er bara eins og gæsir í oddaflugi. Þeim mun betur sem hópurinn vinnur þeim mun hraðar kemst hann.
Hinsvegar er götuhjólið um leið einstaklingsíþrótt sem snýst um að komast hraðar. Þess vegna má maður ekki tala of mikið úr sér til að geta unnið keppinautinn á endasprettinum. Þannig að maður metur þá sem maður er að hjóla með og lærir að þekkja brautina til að meta hvar er tæknilega best að stinga hópinn af. Þetta byggir upp á að nota orkuna rétt, hvenær má nota hana og hvenær má spara sig. Síðan kemur að því að maður þarf að gera árás, verja eða elta. Þá er einher sem gerir árás og keyrir upp hraðann og hinir verða þá að gefa í eða verða eftir.“
„Fjallahjólin eru tæknilega erfiðari, maður verður að þjálfa upp tækni, ná að beita hjólinu og treysta hjólinu og því hvernig þú átt að bregðast við í mismunandi aðstæðum, hvernig þú átt að sitja á hjólinu. Fjallahjólreiðarnar eru svo mikill leikur, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Hrönn. „Maður þjálfar upp ákveðna tækni á þeim, það eru hellings pælingar á bak við þetta.“
Það er ljóst að það er meira á bak við hjólreiðar en að bara setjast á hjólið og hjóla af stað. En Hrönn segir að hver sem er geti hjólað og hvetur byrjendur til að setja sig í samband við eitt af fjölmörgum hjólreiðafélögum sem starfandi eru. „Það eru allir velkomnir og vel passað upp á nýliða og því auðvelt að koma sér inn í sportið og læra tæknina. Allir sem lengra eru komnir vita að maður var einu sinni byrjandi og ég held að allir, sama hvaða sport það er um ræða, fólk er tilbúið að veita byrjendum aðstoð.“
Hjólreiðar Hjólreiðar eru ekki bara góð hreyfing, heldur skemmtilegar bæði í hóp og eigin félagskap.
Mynd: Brynja
„Líkamleg og andleg heilsa byggist á því að hreyfa sig,“ segir Hrönn. „Svo er þetta skemmtilegt félagslega líka, það er alls konar fólk í hjólreiðunum og allir tala saman, fólk kemur saman og nýtur þess að hjóla.“
„Allir sigrar eru sigrar hversu stórir sem þeir eru, þetta eru persónulegir sigrar, maður verður bara að skora á sjálfan sig og sjá hvað maður getur gert.“
Býr til sinn eigin ís
„Við gerum ísinn sjálfir, bæði í Ögurhvarfi og á Selfossi, og það er enginn með þennan ís nema við. Við erum með alvöru rjómaís, mjög góðan, og síðan erum við með þennan gamla, kalda ís, sem er vatnskenndur, en hann er mjög vinsæll hjá unga fólkinu,“ segir Jón Magnússon, eigandi Skalla í Ögurhvarfi.
Ísinn hefur ávallt verið aðalsmerki Skalla og stendur alltaf fyrir sínu og nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. „Ef það bara rétt glittir í sólina þá bókstaflega fyllist allt hérna, sólin fyllir alla lífsgleði og allir vilja fá sér ís,“ segir Atli Jónsson, sonur Jóns Magnússonar. Þeir feðgar reka Skalla í Ögurhvarfi. Skalli er líka á Selfossi, þar eru aðrir eigendur en náið samstarf er á milli staðanna og á Selfossi er sami góði Skallaísinn einnig búinn til frá grunni á staðnum.
Skalli er líka vinsæll vegna mikils úrvals góðra skyndirétta og er í senn veitingastaður og ísbúð. Íssalan tekur mikinn kipp á sumrin, ekki síst ef sést til sólar, eins og fyrr segir. Girnilegur, fjölbreyttur og ferskur nammibar spillir þar ekki fyrir.
Mynd: © 365 ehf / Stefán Karlsson
Skalli á sér langa sögu og hóf starfsemi sem sjoppa og ísbúð í Lækjargötu árið 1973. Það voru í raun nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík sem gáfu staðnum nafn:
„Í Lækjargötu var sjoppa áður en Skalli var opnaður en hana rak sköllóttur maður. Menntaskólakrakkarnir töluðu um að kíkja á skalla þegar þeir fóru í þá sjoppu og þar með varð nafnið til,“ segir Atli.
Eins og mörg góð fyrirtæki hvílir Skalli á gömlum grunni en þróast jafnframt í takt við tímann og er sívinsæll. Sem fyrr segir er Skalli á tveimur stöðum, í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi og á Austurvegi 46 á Selfossi.
Mynd:
Á báðum stöðunum er ísinn aðalsmerkið en fjölbreytt úrval góðra skyndibita nýtur einnig mikilla vinsælda.
Panorama myndir sem misheppnuðust stórkostlega
link;http://bleikt.pressan.is/lesa/panorama-myndir-sem-misheppnudust-storkostlega/
Myndir: Frábær stemning fyrir leik Íslands í Hollandi
link;http://433.pressan.is/deildir/island/myndir-geggjud-stemning-a-fan-zone-i-doetinchem
Twitter í hálfleik: Þessi sending..
link;http://433.pressan.is/forsida/twitter-i-halfleik-thessi-sending/
Myndband: Geggjað mark Íslands gegn Sviss
link; http://433.pressan.is/forsida/myndband-dagny-med-magnada-sendingu-a-fanndisi-sem-skoradi/
Tap gegn Sviss og möguleikar Íslands fara minnkandi
link; http://433.pressan.is/deildir/island/tap-gegn-sviss-og-moguleikar-islands-fara-minnkandi/
Íslendingar ósáttir við dómgæsluna
link; http://433.pressan.is/forsida/twitter-eftir-leik-drasl-domgaesla-a-thessu-moti/
Nauðgaði tveimur 15 ára stúlkum sömu vikuna: Dæmdur í desember en rúntar nú um Reykjavík – Hélt hún myndi deyja
Þann 30. desember 2016 var átján ára piltur dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur 15 ára stúlkum. Nauðganirnar áttu sér stað með viku millibili í júlí í fyrra og voru afar hrottalegar. Meðal annars sagði gerandinn að grátur annars brotaþolans gerði hann graðari.
DV hefur fengið staðfest að í dag, rúmu hálfu ári eftir uppkvaðningu dómsins, hefur hinn dæmdi lokið við afplánun í fangelsi. Hann dvelur nú á áfangaheimilinu Vernd og hefur sést keyra um götur borgarinnar á bíl föður síns, Toyota Avensis 2001 árgerð. Í því felst að þolendur hinna hræðilegu brota drengsins geta átt von á að mæta honum á förnum vegi hvenær sem er þó að ekki sé liðið ár síðan hann braut gegn þeim. DV leitaði skýringa á því hvort sú staða færi saman við reglur varðandi fullnustu refsidóma, afplánun og reynslulausn.
Afplánun oftast mun styttri en refsidómar
Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga getur fangi, sem hefur afplánað tvo þriðju hluta refsitíma, fengið reynslulausn ef um hana er sótt. Ef fangi er ekki að afplána refsingu fyrir alvarlegt afbrot er heimild til reynslulausnar þegar helmingur refsitímans er liðinn. Enn rýmri undanþágur gilda síðan þegar gerandi er ungur að árum. Ef gerandinn er yngri en 21 árs, eins og í málinu sem um er fjallað, þá getur viðkomandi sótt um reynslulausn þegar einungis einn þriðji hluti refsitímans er liðinn.
Það er að því gefnu að hegðun og framkoma fangans hafi verið með ágætum og að hann hafi þegið viðeigandi meðferð á meðan afplánuninni stóð. Ekki virðist hins vegar skipta máli samkvæmt lögunum hvers eðlis brot fangans var, hvort að um hafi verið að ræða gróft brot eða ekki. Óhætt er að fullyrða að brotin sem hér um ræðir hafi verið afar gróf.
Flestir fangar afplána aðeins helming refsitímans
Um reynslulausn segir í lögum að almennt skuli ekki veita fanga reynslulausn ef hann er talinn hættulegur öðrum að mati fagaðila. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ljúka að jafnaði um 25% fanga fullri afplánun en um þrír fjórðu fanga fá veitta reynslulausn. Jafnframt sýna tölur úr ársskýrslum stofnunarinnar að þeir sem fá veitta reynslulausn eftir að hafa afplánað helming refsitímans eru um tvöfalt fleiri en þeir sem hafa setið tvo þriðju refsitímans. Miðað við þær tölur afplána flestir fangar aðeins helming síns dæmda refsitíma.
Ofbeldisfullar nauðganir
Þann 25. júlí 2016 framdi pilturinn sérstaklega hrottalega nauðgun. Samkvæmt dómi átti nauðgunin sér stað á heimili hans þar sem hann tók 15 ára stúlku kverkataki, sparkaði í hana, steig á háls hennar og hótaði því að beita hana frekara ofbeldi ef hún ekki gerði það sem hann vildi. Hann nauðgaði stúlkunni svo og sló hana nokkrum sinnum í andlit á meðan. Stúlkan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans samdægurs, og drengurinn var handtekinn. Hann var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins þrátt fyrir að brotið hafi verið hrottafengið og hann hafi reynt að hylma yfir það. Sú ákvörðun átti eftir að draga dilk á eftir sér.
Þegar þú grætur þá gerir þú mig graðari
Tæplega viku síðar, þann 31. júlí, nauðgaði drengurinn annarri 15 ára stúlku, nú í bílskúr húss þar sem þau höfðu verið í samkvæmi. Lýsingar stúlkunnar af nauðguninni eru ískyggilegar. Í vitnisburði hennar fyrir dómi kom fram að ofbeldismaðurinn hefði farið með hana í fyrrnefnt herbergi. Sagði stúlkan að hún hefði litið á gerandann sem sinn besta vin. Í herberginu afklæddist pilturinn og reyndi í kjölfarið að klæða stúlkuna úr bol sínum. Hún þráaðist við en skömmu síðar hafi hann trompast.
„Hann fékk kast og byrjar að kyrkja mig og segir mér að drulla mér úr bolnum,“ er haft eftir stúlkunni fyrir dómi. Fram kemur að á þessum tímapunkti hafi stúlkan verið byrjuð að gráta. Við því brást gerandinn með þessum orðum: „Þegar þú grætur þá gerir þú mig graðari.“ Þá lét stúlkan undan og fór úr bolnum.
Að hennar sögn var ofbeldismaðurinn mjög reiður. Hann hafi haldið um háls hennar með báðum höndum og öskrað á hana. Stúlkan kvaðst sjálf hafa reynt að öskra en hann hafi hótað að hálsbrjóta hana ef hún gerði það. Meðal annars neyddi pilturinn stúlkuna til að veita sér munnmök auk þess sem hann hafi troðið fingri í leggöng hennar.
Þolandinn sagði fyrir dómi að hún hafi haldið að hún myndi deyja í herberginu í bílskúrnum. Hún náði þó að lokum að flýja nakin og blóðug þegar húsráðandi varð var við lætin. Drengurinn var handtekinn síðar um nóttina og var hann í mjög annarlegu ástandi.
Hefði mögulega getað sloppið fyrr úr fangelsi
Drengurinn sat í gæsluvarðhaldi fram að dómsuppkvaðningu þann 30.desember 2016. Þar var pilturinn ákærður og dæmdur fyrir nauðganir og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Hann neitaði sök fyrir dómi og neitaði einnig að svara spurningum og gefa skýrslu fyrir dómi. Refsing drengsins var ákveðin fimm og hálft ár í fangelsi. Gæsluvarðhaldsvistin var tekin til frádráttar frá refsingunni.
Eins og fyrr greinir er ofbeldismaðurinn nú kominn á Vernd, eftir að hafa setið í fangelsi í 10 mánuði, að gæsluvarðhaldinu meðtöldu. Samkvæmt þeim reglum sem að ofan voru raktar þá hefði vist hans í fangelsi þó getað verið mun styttri. Að því gefnu að hann hefði hegðað sér forsvaranlega í fangelsi þá hefði afplánun hans í grunninn átt að vera þannig að hann sæti þrjá og hálfan mánuð í fangelsi, væri í vist á Vernd í sjö og hálfan mánuð og í kjölfarið í rafrænu eftirliti með ökklaband í 11 mánuði.
Samtals felur það í sér afplánun í 22 mánuði af þeim 66 mánuðum sem honum voru dæmdir í refsingu. Með þeim hætti mun hann sitja af sér einn þriðja hluta refsitímans, í samræmi við þær reglur um reynslulausn sem gilda um brotamenn yngri en 21 árs.
Hallbera: Viss um að það hafi verið haldinn dómarafundur fyrir leik
link; http://433.pressan.is/433tv/hallbera-viss-um-ad-thad-hafi-verid-haldinn-domarafundur-fyrir-leik/
Vilja nauðgarann burt: „Sama hverjir eru á Vernd svo lengi sem það eru ekki barnaníðingar“
Þann 30. desember 2016 var átján ára piltur dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur 15 ára stúlkum. Nauðganirnar áttu sér stað með viku millibili í júlí í fyrra og voru afar hrottalegar. Hálfu ári eftir að dómur var kveðinn upp er maðurinn nýlega kominn á Vernd. Hann hefur sést keyra um götur borgarinnar á bíl föður síns, Toyota Avensis 2001 árgerð.
Sjá einnig: Dæmdur í desember en rúntar nú um Reykjavík
Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um frétt DV í kvöld og greindi þar frá því að íbúar Laugarneshverfis væru afar ósáttir við að maðurinn væri á Vernd.
„Það er bara mjög mikil óánægja með það. Sjálf bý ég við hliðina og á tvö ung börn og mér finnst mjög óhugnanlegt að þessi maður skuli vera kominn þangað,“ er haft eftir Ninnu Katrínardóttur sem býr við hliðina á Vernd.
Bætti hún við að henni finnst að allir eigi að eiga rétt á öðru tækifæri. Þá hefur komið til tals að stofna undirskriftalista og mótmæla því að maðurinn sé kominn í opið úrræði svo stuttu eftir að hafa framið hrottaleg ofbeldisverk.
„Mér er sama hverjir eru þarna inni á Vernd svo lengi sem það eru ekki barnaníðingar.“
Freyr: Hún er með far frá nafla niður á lífbein
link; http://433.pressan.is/433tv/freyr-um-taeklinguna-a-dagnyju-hun-er-med-far-fra-nafla-nidur-a-lifbein/
Fanndís um dómarann: Hún var léleg og ég skildi ekkert hvað hún var að gera
link; http://433.pressan.is/433tv/fanndis-um-domarann-hun-var-leleg-og-eg-skildi-ekkert-hvad-hun-var-ad-gera/
Felur brennivínið í sokkaskúffunni
Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson deildi því með Facebook-vinum sínum að hann finni reglulega undarlega hluti á heimili sínu „Fyrir nokkrum árum fann ég 20 kg af púðursykri í skúffu. Elstu pokarnir sennilega frá fyrstu hjúskaparárunum, grjótharðir eins og steypuklumpar. Næst fann ég um 300 sprittkerti í sumarhúsinu. Það getur auðvitað orðið rafmagnslaust hvenær sem er. Nú síðast fann ég slíkt magn af prjónagarni sem myndu duga færustu hannyrðameisturum alla starfsævina. Auðvitað þarf að vera í startholunum ef það kæmi nú ömmubarn,“ sagði Brynjar.
Færslan féll í góðan jarðveg og var óskað eftir upplýsingum um hvað væri að finna í sokkaskúffu þingmannsins. Ekki stóð á svarinu hjá Brynjari: „Fyrir utan staka sokka og flesta með gati er einn gamall brennivinsfleygur sem ég hef falið þarna svo synirnir stælu ekki öllu áfengi heimilisins.“
Ísland úr leik á EM í Hollandi
link; http://433.pressan.is/deildir/island/island-ur-leik-a-em-i-hollandi/