Minnst 16 manns létust og um 40 særðust þegar rúta full af ungverskum nemendum keyrði á brúarstólpa við hraðbraut nærri Veróna í gær. Við áreksturinn kviknaði í rútunni. Þessu greinir fréttaveita The Guardian frá í morgun. Myndir sýna rútuna í ljósum logum.
↧