Litlu munaði að illa færi þegar rútubílstjóri sem ók með 49 manna íslenskan hóp í Króatíu dottaði við aksturinn. Afleiðingarnar voru þær að rútan fór yfir á öfugan vegarhelming og rakst þar utan í vegrið sem varð til þess að bílstjórinn vaknaði. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í frétt sinni.
Hópurinn er staddur í Króatíu í ferð á vegum Bændaferða. Atvikið kom upp í fyrradag [þriðjudag] þegar verið var að aka frá Dubrovnik til Porec.
Farþegarnir voru skiljanlega mjög skelkaðir yfir uppákomunni. Ferðinni var samt haldið áfram með sama bílstjóra. Aðstæð buðu ekki upp á að sendur yrði nýr á staðinn, þar sem rútan stóð einfaldlega á miðri hraðbrautinni.
Í dag [föstudag] fær hópinn nýjan bílstjóra og verður ferðinni haldið áfram. Næsti áfangastaður er Salzburg í Austurríki og á sunnudaginn er förinni heitið til München þar sem flogið verður heim.
↧
Rútubílstjóri með íslenskan hóp sofnaði undir stýri: Skall utan í vegrið á 90 km/klst hraða
↧